Kjalnesinga Saga

32 Esja sagði honum víg Arnar Austmanns og alla þá atburði. „Nú vil ég að þú breytir búnaði þínum. Hef ég hér loðkápu er ég vil að þú berir. Þá er hér skyrta sem þú skalt klæðast. Ég á von á því að hún slitni ekki skjótt, hvorki fyrir vopnum né göldrum. Sax er hér hinn þriðji gripur og vænti ég þess að það nemi hvergi staðar þegar þú heggur með því. En þú munt nú fljótlega verða að reyna hversu þér bíta vopnin.“ Búi sagði að hún skyldi ráða þessu. Búi hélt áfram að heim- sækja Kollafjörð. Var nú engin þröng á palli hjá Ólöfu. Kom hún fram við Búa eins og áður. Þegar Kolfinnur var gróinn sára sinna sagði hann Korpúlfi, frænda sínum, að hann vildi finna móður sína. Korpúlfur bað hann ráða því, – „en ég vil ráða því að þú klæð- ist ekki lengur í þessa tötra,“ sagði Korpúlfur. „Vil ég að þú hafir héðan góð klæði og vopn er ég vil gefa þér. Muntu brátt þurfa á því að halda. Þar með vil ég að Grímur, sonur minn, fylgi þér.“ Kolfinnur sagði að svo skyldi vera. Eftir það fóru þeir frændur til Vatns að finna Þorgerði. Varð hún þeim fegin og spurði hvað Kolfinnur vildi aðhafast. Kolfinnur mælti: „Ég ætla nú á fund Búa. Við munum ekki lengur sitja báðir á tali við Ólöfu.“ Þorgerður mælti: „Sú fyrirætlan er ekki skynsamleg að ætla að berjast við Búa. Þar er við að eiga fjölkynngi Esju og harðfengi hans.“ Kolfinnur segir: „Tveir kostir eru í hættu hverri; annað hvort mun ég lifa eða deyja.“ „Þú munt vilja ráða, sonur minn,“ segir hún. sax er eineggja sverð fjölkynngi merkir galdrar harðfengi merkir hreysti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=