Kjalnesinga Saga

31 Nú er að segja frá ferð Kolfinns. Hann var sár mjög eins og fyrr kom fram. Ár voru nokkrar á leið hans, en er hann kom að Leir- vogsá varð honum mjög kalt og stirnaði hann. Frost var nokkuð. Maður hét Korpúlfur. Hann bjó á Korpúlfsstöðum. Hann var gamall maður og sagt að hann kynni ýmislegt fyrir sér, væri jafnvel göldróttur. Hann átti son þann er Grímur hét. Hann var ungur og mannvænlegur. Korpúlfur var móðurbróðir Kolfinns. Þangað sneri Kolfinnur ferð sinni og fékk hann þar góðar við- tökur. Korpúlfur batt sár hans. Dvaldist Kolfinnur þar um tíma en sendi orð til móður sinnar um hvar hann væri. Þennan sama morgun sem Örn var veginn kom Esja snemma til fóstra síns. Hann fagnaði henni vel og spurði að tíðindum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=