Kjalnesinga Saga

30 8. Örn og Kolfinnur berjast E inhvern tíma kemur Örn Austmaður að máli við Kolla bónda. Hann mælti svo: „Hér benti allt til þess, Kolli,“ sagði hann, „að hér yrði gott að vera og allt sem þér viðkemur er á hinn besta veg. En það er óþolandi að þessir tveir menn skuli hafa vanið komur sínar hingað, og ég gæti sætt mig við það, þó að illt sé, að Búi hagi sér eins og hann gerir. En hvað varðar hitt óhræsið er þar situr og hlustar á tal manna þá er ég ekki tilbúinn að þola það öllu lengur.“ Kolli segir: „Ég vil að þú farir með þetta mál eins og þér líkar.“ Þetta sama kvöld bað Örn svein sinn að vopnast og ganga suður fyrir túnið og bíða sín þar. En þar sem menn voru á ferð og flugi og bjuggust til heimferðar þá gáfu þeir ekki gaum að því hvert Austmaðurinn gekk. Sneri Austmaður þá suður um holt það er þar var. Sátu þeir þar tveir fyrir Kolfinni. Eftir leikinn gekk Kolfinnur út eins og hann var vanur og hélt heimleiðis. En er hann kom suður af holtunum þá hlupu þeir upp, Örn og sveinn hans, og sóttu að honum. Kolfinnur varðist með lurknum og barði vopnin fyrir þeim. Varð hann þeim tor- sóttari en þeir áttu von á, og er þeir höfðu skamma stund barist þá sló Kolfinnur sveininn í rot. Missti hann þá bæði skjöldinn og sverðið. Kolfinnur greip þá upp hvort tveggja og sótti að Erni Austmanni og lauk svo að Örn féll en Kolfinnur særðist. Í því raknaði sveinninn við og vildi Kolfinnur ekki gera honum mein. Gekk hann þá leið sína. Sveinninn sá þegar Austmaðurinn féll. Hann skaut yfir hann skildi, gekk síðan heim í Kollafjörð. Kolli lét flytja lík Arnar heim og búa um það eins og venja var. sveinn merkir hér liðsmaður torsóttur er sá sem veitir harða mótspyrnu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=