Kjalnesinga Saga

29 rifjið upp: 1. Kolfinnur á Vatni ákvað að fara að heiman. Hver var ástæðan? 2. Ólöf hin væna sat og horfði á leikana í Kollafirði. Hjá henni sátu þrír menn. Hverjir voru þeir? Til umræðu: • Kolfinnur kemur til Kollafjarðar og sest hjá Ólöfu hinni vænu. Hvað haldið þið að henni hafi fundist um það? • Í sögunni er ekkert minnst á leikana sem Ólöf hin væna og ungu mennirnir þrír voru að horfa á. Um hvað haldið þið að leikarnir hafi snúist? • Af hverju gerði Þorgrímur ekkert þegar hann frétti af ferðum Búa til Ólafar? „Þú verður að ráða því,“ sagði hún. Morguninn eftir gekk Kolfinnur til Kollafjarðar og fór að öllu leyti eins að og daginn áður. Svo fór fram eftir vetri að þessir þrír menn höguðu ferðum sínum eins og áður. Enginn þeirra mælti við annan, hvorki gott né illt, og enginn þeirra sagði neitt við Ólöfu sem hinir heyrðu ekki. Hún svaraði þeim öllum kurteislega. Þorgrímur goði fréttir nú af ferðum Búa og framferði hans, en vegna þess að hann hafði gert illa á hlut hans með því að drepa föður hans þá skipti hann sér ekki af þessu og líður nú tíminn án þess að annað beri til tíðinda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=