Kjalnesinga Saga
28 settist síðan í stólinn og sat þar þann dag allan. Um kvöldið gekk hann heim. Hann gekk þá til stofu. Móðir hans heilsaði honum og spurði hvar hann hefði verið. Hann sagði henni það. Hún mælti: „Hvernig leist þér á staðinn?“ „Vel,“ sagði hann. „Ætlarðu að fara þangað oftar?“ sagði hún. Kolfinnur segir: „Ekki þykist ég lausgeðjaður ,“ sagði hann, „í athöfnum mínum. Nú er við því að búast að ég geri það fyrir þig að fara þangað á næstunni.“ Hún mælti: „Þá vil ég að þú hafir sómasamleg klæði, sonur minn, og góð vopn og mann til fylgdar.“ „Það vil ég ekki,“ segir hann; „ég vil hafa sama búnað, og ég mun ekki hafa fylgdarmann.“ lausgeðjaður merkir óstöðuglyndur, sá sem vill eitt í dag en annað á morgun
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=