Kjalnesinga Saga
27 7. Kolfinnur rís úr öskustó N ú er þar til að taka er Þorgerður húsfreyja var á Vatni. Hún kom dag einn í eldahúsið. Þar lá Kolfinnur, sonur hennar, og teygði út býfur sínar helst til langar. Hún mælti: „Það er mikill munur á því,“ segir hún, „til hvers menn eru fæddir í heiminn og fyrir hvað menn verða frægir. Í Kollafirði sitja tveir menn og keppast um Ólöfu hina vænu og margt karlmannlegt er frá þeim sagt. Nú ganga þangað ungir menn til leika, en þú ert sú landeyða að þú liggur hér við eldstæðið til hrellingar móður þinni og væri betra að þú værir dauður en að vita af slíkri skömm í ætt sinni.“ Kolfinnur segir: „Áköf ertu nú, móðir, og mun þetta brátt verða betra.“ Þorgerður snýr þá burt. Litlu síðar rís Kolfinnur upp og gengur út og litast um, sér að ekki er framorðið. Kolfinnur var svo búinn að hann var með kollhettu og hafði kálfskinnskó loðna á fótum. Viðarstafli stóð á hlaðinu. Hann gekk þangað og tók tré eitt langt í hönd sér, hélt svo að heiman. Hann setti stöngina fram fyrir sig og stökk á henni, fór þannig mjög hratt yfir. Hann hélt áfram uns hann kom í Kollafjörð, var þá leikurinn byrjaður. Ólöf sat á palli og þeir Örn Austmaður og Búi hvor til sinnar handar við hana. En er Kolfinnur kom í stofuna, svo búinn sem fyrr var sagt, þótti flestum hann hlægilegur. Hann nam staðar á gólfinu og litaðist um. Hann sá hvar laus stóll stóð. Gekk hann þangað, tók stólinn og setti hann framan við pallinn þar sem Ólöf sat. Kolfinnur býfur merkir lappir (niðrandi) landeyða er ræfill, vesalingur kollhetta virðist hafa verið hetta með blöðum eða löfum í bak og fyrir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=