Kjalnesinga Saga

26 Búi gekk að pallinum og kippti burt þeim tveimur er sátu hinum megin við Ólöfu. Síðan settist hann niður og sat þar þann dag, gekk heim um kvöldið í helli sinn. Það sama gerði hann næstu daga. Örn stýrimaður hélt uppteknum hætti og gat hvorugur talað við Ólöfu án þess að hinn heyrði. rifjið upp: 1. Víkverskur maður kom til Íslands og settist að í Kollafirði. Hvað hét hann? 2. Búi fór til Kollafjarðar. Hvert var erindið? Til umræðu: • Hvernig brást Búi við þegar hann frétti að faðir hans hefði verið drepinn? Kemur þetta heim við þá mynd sem þið gerðuð ykkur af Búa þegar honum var lýst í 3. kafla? • Fósturmóðir Búa segir óhikað við fóstursoninn hvaða konu hún hafði ætlað honum. Finnst ykkur þetta eðlilegt? • Takið eftir orðum Esju: „Ekkert getur verndað þig ef þér er ætlað að deyja.“ Hvað á hún við? • Skoðið vel þá mynd sem söguhöfundur dregur upp af þeim Búa og Erni stýrimanni þar sem þeir sitja sinn hvorum megin við Ólöfu hina vænu. Setjið ykkur í spor Ólafar. Hvernig haldið þið að henni hafi liðið í þessum félagsskap?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=