Kjalnesinga Saga

25 6. Hylli Ólafar Kolladóttur Þ að sama haust sem nú er frá sagt kom skip af hafi. Stýrimaður hét Örn, víkverskur að ætt. Örn stýrimaður fór til vistar í Kollafjörð. En er Austmaðurinn hafði þar skamma stund dvalið sá hann hvað Ólöf Kolladóttir var fögur. Lagði hann það í vana sinn að sitja á tali við hana hvern dag. Kolli bjó góðu búi. Hann vildi að stýrimaður nyti dvalarinnar og lét efla til leika . En þegar ungir menn í sveitinni fréttu það þá fjölmenntu þeir til leikanna. Esja kom fljótlega að finna Búa, fóstra sinn, og sagði honum dráp föður hans. Búi brá sér ekki við það, kvað von að félli fornt tré . Hún sagði frá leikunum sem til stóð að hefja í Kollafirði. „En hitt er meira,“ sagði hún, „að Örn stýrimaður situr hvern dag á tali við Ólöfu hina vænu og halda menn að hann muni táldraga hana.“ Búi sagði að gott væri að hún giftist vel. Esja mælti: „Þetta er vesældarlega mælt af þér. Ég hafði ætlað þér þessa konu. Nú vil ég að þú farir til leikanna og hættir þannig lífi þínu. Ekkert getur verndað þig ef þér er ætlað að deyja.“ Búi sagði að hún skyldi ráða. Morguninn eftir gekk Búi til leiks í Kollafjörð. Hann kom heldur seint og var þá leikurinn byrjaður. Hann var búinn eins og áður, hafði gyrt að sér slönguna. Ólöf sat á palli og Örn stýrimaður við hlið hennar og töluðust þau við. stýrimaður væri í dag kallaður skipstjóri víkverskur þýðir að hann var frá Víkinni, þ.e. Oslóarfirðinum Austmaður merkir Norðmaður (Norðmenn komu að austan) leikar merkir íþróttamót fornt tré merkir gamalt tré táldraga þýðir að stofna til ástarsambands án þess að gifting sé fyrirhuguð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=