Kjalnesinga Saga

24 húsfreyja bauð fé fyrir Andríð, bónda sinn, en það var ekki hlustað á hana. Fékk Þorgrímur mann til að drepa hann og varð hann drengilega við dauða sínum. Eftir það ríða þeir burtu. Þuríður húsfreyja lét búa um lík Andríðs og var hann fluttur í ey þá er þar liggur fyrir landi og var hann þar heygður og er sú ey síðan kölluð Andríðsey. rifjið upp: 1. Þorgrímur goði reið með flokk manna til Esjubergs. Hvert var erindið? 2. Þeir Þorgrímur leituðu að Búa á Esjubergi. Hvernig gekk það? Hvað truflaði þá við leitina? 3. Hvað gerði Þorgrímur í bræði sinni þegar hann fann ekki Búa? Til umræðu: • Þorgrímur goði segir Esju hvað Búi hefur gert: „Hann hefur drepið Þorstein, son minn, en þó annað sem er miklu verra, hann hefur brennt upp hofið og goð okkar.“ Ræðið þessa afstöðu. Er hún eðlileg? Hvaða tilfinningar liggja hér að baki? • Þegar Þorgrímur finnur ekki Búa tekur hann föður hans og lætur drepa hann. Hvað er að segja um þetta? Ritun: Skrifið frétt um aftökuna í Brautarholti. Látið koma fram hver var aðdragandi þessa verks, þ.e. drápið á Þorsteini. Reynið að hafa fréttina í æsifréttastíl. Hver gæti fyrirsögnin verið? heygður merkir grafinn að fornum sið, sbr. orðið haugur ; þegar maður var heygður var hlaðinn haugur utan um hann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=