Kjalnesinga Saga

23 dauður. Aldrei mundu hús mín rannsökuð ef hann réði ein- hverju. En nú munt þú vera í þeirri aðstöðu að þú getir ráðið þessu en ég leyfi ekki að fleiri menn fari inn í mín hús en þú við fimmta mann.“ Þorgrímur féllst á það. Þeir gengu þá inn fimm saman. Esja stóð í dyrunum og fékk griðkonu til að lýsa þeim. En er þeir Þorgrímur komu inn þá voru húsin full af reyk og af svo mikilli remmu að þeir gátu varla dregið andann nema með því að halda fötum fyrir andlitinu. Griðkonunni gekk seint að kveikja ljósið en það tókst þó um síðir og það var að nafninu til borið fyrir þeim. Þó voru þeir skemur inni og fóru óvíðar um og leituðu minna en þeir hefðu gert ef þeim hefði verið vært inni í húsinu. Eftir það komu þeir út og sögðu að ekki væri hægt að vera þar inni. Þorgrímur mælti: „Við erum sannfærðir um það, Esja, að þú hafir falið Búa. Mundum við ganga nær þér ef þú nytir ekki föður míns og þess vegna mun ég ekki taka þig höndum.“ Esja mælti: „Ekki mun Búi finnast hér því að hann hefur ekki komið hér í dag.“ Eftir þetta reið Þorgrímur heimleiðis. Hann mælti þá til manna sinna: „Þessi mál hafa fengið svo mjög á mig að reiði mín verður að koma einhvers staðar niður. Við skulum fara í Brautarholt og drepa Andríð.“ Helgi og Vakur sögðu það illt verk að drepa hann gamlan. Þorgrímur sagði að það skyldu þeir þó gera. Ríða þeir nú í Brautarholt. Var þar engin vörn fyrir því að Andríður var tekinn í öndvegi sínu og leiddur út. Þuríður griðkona er þjónustustúlka öndvegi er hásæti, húsbóndasætið í skálanum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=