Kjalnesinga Saga
19 rifjið upp: 1. Búi heimsótti hof Þorgríms goða. Hvert var erindið? 2. Esja kom Búa í skjól. Hvar faldi hún hann? 3. Hvað gerði Esja þegar hún kom aftur heim að Esjubergi? Til umræðu: • Hvað finnst ykkur um aðgerðir Búa í hofinu? Er þetta réttlætanlegt? Fyrir hvað er hann að hefna? Búi er samkvæmt sögunni aðeins tólf eða þrettán ára gamall. Er þetta trúlegt? • Skoðið samtal Esju og Búa þegar hann kemur heim eftir bardagann við Þorstein og félaga hans. Um hvað eru þau að ræða? Finnst ykkur samtalið ekki vera dálítið sundurlaust og óljóst? • Esja sagði við Búa: „Það verður alltaf að taka áhættu.“ Getur verið að hér sé hún að hvetja hann til drápsins sem segir frá síðar í kaflanum? Ritun: Esja elur Búa upp að langmestu leyti. Hvað finnst ykkur um uppeldið og samskiptin á milli þeirra? Setjið ykkur nú í spor eftirlitsaðila og skrifið stutta skýrslu um málið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=