Kjalnesinga Saga

18 Þorsteinn lá dauður. Hofið var læst og því engu hægt að bjarga sem inni var. Voru þá gripnar stengur með krókum á og hofið dregið í sundur og náðist við það að bjarga nokkru af viðnum. Nú er það að segja af Búa að hann kom á þann bæ er heitir að Hólum. Lýsti hann þar vígi Þorsteins á hendur sér, gekk eftir það heim. Var Esja fyrir vestan garð og heilsaði Búa. Hann tók vel kveðju hennar. Hún mælti: „Hefur þú nokkuð verið eltur í morgun af Þorsteini eða hefur þú nokkuð brugðist við hótunum hans?“ Búi sagðist ekki geta þrætt fyrir það að þeim Hofverjum þætti þeir hafa orðið fyrir nokkrum skaða. Esja mælti: „Hefur þú nokkuð lýst víginu?“ Hann kveðst hafa gert það. Esja mælti: „Ekki treysti ég mér til að verja þig fyrir Þorgrími því að ég veit að hann kemur hér í dag.“ Búi mælti: „Muntu ekki leysa þetta á þinn hátt?“ Héldu þau svo fyrir ofan garð með fjallinu og þar yfir ána og síðan gengu þau einstigi upp í fjallið og til gnípu þeirrar er heitir Laugargnípa. Þar varð fyrir þeim hellir fagur. Var þar góð vistar- vera. Þar undir niðri var ágæt jarðlaug. Í hellinum voru vistir og drykkur og klæði. Þá mælti Esja: „Hér munt þú nú þurfa að búa um sinn.“ Búi kvað svo verða að vera. Esja sneri þá heim og þegar þangað kom lét hún gera elda í húsunum af votum mó sem sviðnaði og gaf frá sér mikinn reyk eða remmu . lýsti vígi merkir að Búi gaf yfirlýsingu um að hann hefði drepið Þorstein; samkvæmt fornum lögum var þeim sem drap annan mann skylt að segja frá drápinu samdægurs á næsta bæ sem honum var óhætt að koma á einstigi er stígur eða klettasylla þar sem ekki geta tveir gengið hlið við hlið gnípa er klettanef eða tindur remma merkir stækja eða óloft

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=