Kjalnesinga Saga

17 Hann tók þá eldinn þann hinn vígða og bar logann um hofið og brá honum í tjöldin. Las eldurinn sig úr einu í annað og eftir litla stund logaði allt hofið. Búi fór þá út og læsti bæði hofinu og garðinum og fleygði lyklunum í logann. Eftir það gekk hann sína leið. Þorgrímur goði vaknaði um morguninn og leit út. Hann sá þá að hofið stóð í ljósum logum. Hét hann þá á menn sína, bæði konur og karla, að hlaupa til með vatnskeröld og bjarga hofinu. Hann kallar líka á Þorstein, son sinn, og fannst hann hvergi. En er þeir koma til garðshliðsins var þar ekki greiðfært því að hliðið var læst en þeir fundu hvergi lyklana. Urðu þeir að brjóta upp hliðið því að garðurinn var svo hár að hvergi var fært yfir hann. Og er þeir komu inn um hliðið og í garðinn sáu þeir hvar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=