Kjalnesinga Saga

16 4. Átök í uppsiglingu B úi fór nú heim og var Esja, fóstra hans, úti í dyrum. Hún heilsaði vel Búa. Hann tók vel kveðju hennar. Esja mælti: „Fannst þér þú ekki vera liðfár um hríð?“ Búi mælti: „Ekki þurfti nú fleiri.“ Esja mælti: „Ekki varstu alveg einn.“ Búi mælti: „Gott þykir mér góðs að njóta.“ Esja mælti: „Ertu orðinn leiður á eltingum Þorsteins?“ „Þá kemur í ljós,“ sagði Búi, „hvort ég á von á einhverri hjálp.“ Esja mælti: „Það verður alltaf að taka áhættu.“ Eftir það slitu þau talið. Nú líður fram á vetur. Þá fer Búi einn seint um kvöld út í Brautarholt og var þar um nóttina. Um morguninn var hann á fótum áður en birti. Sneri hann þá austur á holtið þar sem hann sá vel til bæjarins á Hofi. Veður var heiðríkt og bjart. Hann sá að maður kom út snemma úr bænum að Hofi og var í línklæðum . Hann sneri ofan að hliðinu og gekk götuna sem lá til hofsins. Búi þóttist þekkja að þetta væri Þorsteinn. Búi sneri þá til hofsins og er hann kom þar sá hann að garðurinn var ólæstur og einnig hofið. Búi gekk þá inn í hofið. Hann sá að Þorsteinn lá á grúfu fyrir framan Þór. Búi fór þá hljóðlega þar til hann kom að Þorsteini. Hann greip þá til Þorsteins með því móti að hann tók annarri hendi undir knésbætur honum en annarri undir herðar honum. Með þeim hætti brá hann Þorsteini á loft og keyrði höfuð hans niður á stein svo fast að heilinn hraut um gólfið. Var hann þegar dauður. Búi bar hann þá út úr hofinu og kastaði honum undir garðsvegginn. Síðan sneri hann aftur inn í hofið. liðfár merkir með of fáa liðsmenn línklæði eru nærklæði úr lérefti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=