Kjalnesinga Saga

15 rifjið upp: 1. Búa Andríðssyni var boðið í fóstur. Hver gerði það? 2. Kona bjó á Vatni (síðar Elliðavatni). Hvað hét hún? 3. Hver var sonur hennar? 4. Ágreiningur reis milli Þorgríms goða og Búa. Hvers vegna? 5. Búi fékk dóm. Í hverju fólst hann? 6. Búi og Þorsteinn börðust. Hvernig lyktaði þeim bardaga? Til umræðu: • Hér er sagt frá fæðingu og uppvexti söguhetjunnar. Skoðið vandlega hvernig Búa Andríðssyni er lýst. Hann hefur augljóslega bæði góða og slæma eiginleika til að bera. Ræðið um kosti hans og galla. • Hver kynni að vera ástæða þess að Esja býður Búa í fóstur? Hvað þýddi þetta í raun? • Búi var dæmdur sekur skógarmaður. Hvað þýddi það í raun á þessum tíma? • Búi var kærður og fékk mjög þungan dóm fyrir að hafa sínar eigin skoðanir á trúmálum. Ræðið þetta. Mundi þetta viðgangast hér á landi í dag? • Búi er í hættu, hópur manna sækir að honum og þeir ætla að drepa hann en þá kemur yfir þá myrkur svo mikið að hann sleppur undan. Ræðið nú tvennt: Í fyrsta lagi, er þetta trúlegt og í öðru lagi, er sagan eitthvað verri ef eitthvað í henni stenst ekki út frá þekktum eðlisfræðilögmálum? • Lýsingin á Kolfinni er þekkt í bókmenntum okkar. Hann er það sem kallast kolbítur. Kolbíturinn kemur oft fyrir í fornum sögum og ekki síður í þjóðsögum. Kynnið ykkur hvað orðið kolbítur merkir. Þessi ungi maður kemur mikið við sögu síðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=