Kjalnesinga Saga

14 svo óvarlega. Mér er sagt að Þorsteinn fari um þig hörðum orðum. Vildi ég að þú létir fara með þér tvo vaska menn og bærir vopn en færir ekki slyppur eins og þú værir kona.“ Búi segir: „Ég er skyldugur að gera vilja þinn en erfitt mun verða fyrir fóstru mína að annast fleiri slíka sem ég er. En það er ekki víst, þó að fundum okkar Þorsteins beri saman, hverjir verði til frásagnar þó að ég eigi við nokkurn liðsmun. Ég mun því haga ferðum mínum eins og ég er vanur.“ Eftir það fer Búi leið sína austur með sjó og fékk Þorsteinn njósn af. Þeir tóku þá vopn sín og urðu tólf saman. Búi var þá kominn á hæð þá er heitir Kléberg er hann sá eftirförina. Nam hann þá staðar og tók nokkra steina. Þeir Þorsteinn fóru mikinn, og er þeir komu yfir læk þann er þar var, þá heyra þeir að þaut í slöngu Búa og flaug steinn. Hann kom í brjóstið á einum manna Þorsteins og fékk hann þegar bana. Þá sendi Búi nokkra steina og féll maður fyrir hverjum þeirra. Voru þeir Þorsteinn þá komnir mjög nærri Búa. Sneri Búi þá burt af hæðinni í aðra átt og bar þá leiti á milli þeirra. Í því kom yfir þá svo mikið myrkur að þeir sáu ekki niður á tær sér. Þorsteinn mælti þá: „ Nú er við ramman reip að draga er við þurfum að fást bæði við trúníðing og galdramenn en við munum snúa aftur að sinni. En ég vil að sá fundur verði með okkur Búa þar sem við verðum ekki til frásagnar báðir.“ Eftir það sneru þeir heim og báru förunauta sína með sér. Þeir voru mjög ósáttir við þessa ferð. Það var líka um það rætt að þeim hefði tekist mjög illa. vaskur merki hraustur slyppur merkir allslaus, í þessu tilviki vopnlaus þaut í slöngu Búa merkir að það heyrðist hvinur í slöngunni þegar hann sveiflaði henni Nú er við ramman reip að draga merkir að nú er við erfiðan andstæðing að fást

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=