Kjalnesinga Saga
13 þings og lét varða skóggang . Þessa sök sótti Þorsteinn á þinginu og varð Búi sekur skógarmaður. Búi lét sem hann vissi ekki af þessu og fór ferða sinna eins og hann var vanur. Hann fór oft í Brautarholt að finna föður sinn og móður og því hélt hann áfram. Af þessu varð óvinátta milli bæjanna. Þegar leið á vorið er þess getið að Búi fór til Brautarholts. Hann var einn á ferð eins og venjulega. Hann bar ekki vopn en hafði vafið um sig slöngu sinni. Þorsteinn sá för Búa og þekkti manninn. Hann gekk þá til föður síns og mælti: „Hversu lengi á það að líðast, faðir, að þessi hundur sem ég fékk dæmdan til skógar í sumar gangi hér um tún eins frjálslega og hann þurfi í engu að bregðast við gagnvart okkur? Mér sýnist, að ef við þolum þetta af nágrönnum þínum, þá muni öðrum ekki finnast vandi að brjóta boð þitt eða hafa að engu það sem við segjum.“ Þorgrímur segir að sér finnist mikilvægt að bregðast rétt við þessu, – „eða hvað viltu nú gera?“ Þorsteinn segir: „Það er ljóst, ég vil að þú fáir mér menn. Vil ég taka Búa af lífi er hann fer heim. Ég tel litlar líkur á að faðir hans bjóði nokkrar bætur fyrir það hvernig hann hagar sér.“ Þeir feðgar ákveða þetta. Halda þeir nú njósnum um það hvenær Búi fer heim. Búi dvaldist nokkrar nætur í Brautarholti. Og þegar hann býst til að fara heim kom Þuríður, móðir hans, að honum og mælti: „Það vildi ég, sonur minn, að þú færir ekki skóggangu r merkir refsing, þyngsti dómur samkvæmt fornum íslenskum lögum, tuttugu ára alger brottvísun úr mannlegu samfélagi; sá sem fékk slíkan dóm var réttdræpur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=