Kjalnesinga Saga

12 3. Fæddur Búi Andríðsson Þ egar Andríður og Þuríður höfðu búið nokkra vetur í Brautarholti eignuðust þau son saman. Hann var vatni ausinn og kallaður Búi. Hann varð brátt mikið afbragð annarra ungra manna, stærri og sterkari en aðrir og fríðari að sjá. Esja bjó að Esjubergi eins og fyrr var sagt. Hún bauð Búa, syni Andríðs, til fósturs og ólst hann upp að Esjubergi. Búi þótti einrænn í uppvextinum. Hann vildi aldrei blóta og sagði að sér fyndist lítilmannlegt að hokra við slíkt. Hann vildi aldrei bera vopn heldur fór hann með slöngu eina og hnýtti henni um sig jafnan. Kona var nefnd Þorgerður. Hún bjó á bæ þeim er heitir að Vatni, þar sem síðan er kallað Elliðavatn. Með henni ólst upp sonur hennar er Kolfinnur hét. Hann var snemma stór og ófríður, svartur á hár. Hann lagðist við hlóðir og beit steiktan börk af viði og gætti katla móður sinnar. Þorgerði þótti þetta afar slæmt en Kolfinnur fór sínu fram. Þorgrímur goði fylgdist grannt með þeim sem ekki vildu blóta og lét þá sæta afarkostum . Hann og Þorsteinn sonur hans fóru ófögrum orðum um Búa fyrir það að vilja ekki blóta og kölluðu hann Búa hund. Vorið sem Búi var tólf ára, en Þorsteinn sonur Þorgríms átján ára, stefndi Þorsteinn Búa fyrir rangan átrúnað til Kjalarness- einrænn merkir sérvitur og ómannblendinn að hokra getur merkt að ganga boginn eða skríða; Búi notar orðið í neikvæðri og niðurlægjandi merkingu slanga er einhvers konar kaðall eða taug sem Búi notar sem vopn (sjá síðar í kaflanum) hlóðir kallast eldstæði hlaðin úr steinum lét þá sæta afarkostum merkir að hann beitti þá mikilli hörku

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=