Kjalnesinga Saga
10 rifjið upp: 1. Til Íslands komu tveir írskir menn og ein kona. Hvað hétu þau? 2. Hvað hét bærinn sem Andríður byggði? 3. Hvaða konu fékk hann? 4. Hvaða konu fékk Þorgrímur Helgason? 5. Hvað hét sonur þeirra? 6. Hvaða konu fékk Arngrímur bróðir hans? 7. Hvað hétu synir þeirra? 8. Kolli fékk líka konu. Hver var hún? 9. Hver var dóttir þeirra? Til umræðu: • Í kaflanum er talað um að Esja sé fjölkunnug, sem þýðir að hún hafi fengist við galdra. Hvað vitum við um galdramenn sögualdar? • Fjallið Esju þekkja flestir landsmenn, en er eiginnafnið Esja algengt í dag? • Hvað vitum við um trúarbrögð þeirra sem námu hér land í upphafi? Er lýsingin á hofi Þorgríms Helgasonar að öllu leyti trúverðug? • Andríður og synir Helga, þeir Þorgrímur og Arngrímur, voru í fóstbræðralagi. Hvað er átt við með því? • Í dag er starfandi söfnuður sem heitir Ásatrúarfélagið. Hvað vitum við um það félag? • Í kaflanum kemur fram að mönnum hafi verið blótað. Þeir hafa þá verið drepnir í hofinu og þannig færðir guðunum að gjöf. Hvað er að segja um þetta? Er frásögnin trúverðug?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=