Kjalnesinga Saga
8 var blótmaður mikill og lét reisa mikið hof í túni sínu. Það var hundrað og tuttugu feta langt og sextíu fet á breidd. Þar skyldu allir greiða hoftoll . Þór var mest tignaður. Innri hluti hofsins var hringlaga með hvolfþaki, allt tjaldað og með gluggum. Þar stóð Þór fyrir miðju og önnur goð til beggja handa. Fyrir framan Þór var stallur sem var mikil listasmíði og klæddur að ofan með járni, eins konar altari. Þar var látinn loga eldur sem aldrei skyldi slokkna; það kölluðu þeir vígðan eld. Á þessum stalli lá stór hringur gerður úr silfri. Þann hring átti goð- inn að hafa á hendi sér þegar hann sótti mannfundi. Við þann hring áttu menn að sverja eiða þegar sakamál voru afgreidd. Á þessum stalli stóð einnig stór bolli úr kopar. Í hann átti að renna blóð úr þeim dýrum eða mönnum er blótað var. Blóðið var kallað hlaut og bollinn hlautbolli. Hlautinu var svo slett á viðstadda þegar blótað var en kjöt af því fé sem var blótað var etið í blótveislunni. En ef þeir blótuðu mönnum, þá var þeim steypt ofan í fen það er var utan við dyrnar. Það kölluðu þeir blótkeldu. Þorgrímur lét setja á stofn vorþing suður við sjóinn. Þar má enn sjá rústir eftir búðirnar. Þar átti að útkljá öll deilumál nema þau allra stærstu, en ef ekki tókst að ljúka þeim þar þá fóru þau til Alþingis. Þorgrímur og Arndís áttu son sem hét Þorsteinn. Hann varð snemma mikill uppivöðslumaður og þóttist öllum öðrum meiri. Kolli bjó í Kollafirði eins og fyrr var sagt. Hann fékk þá konu er Þorgerður hét. Hún var dóttir Eilífs í Eilífsdal. Þau áttu dóttur sem hét Ólöf. Hún var mjög fögur og var kölluð Ólöf hin væna . hoftollur er gjald sem íbúar á svæðinu greiða til hofsins uppivöðslumaður merkir frekur maður og hávaðasamur væn merkir fögur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=