Kata og ormarnir

Til kennara og foreldra! Bæði foreldrar og kennarar vita hversu stórt bil getur verið milli áhugasviðs og þroska 6–9 ára nemanda og textans sem hann er fær um að lesa. Smábókaflokkur Menntamálastofnunar er tilraun til að brúa þetta bil. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða barnanna með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar og áhersla lögð á að þær höfði bæði til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst til kímnigáfu lesenda. Smábókaflokknum fylgja ekki vinnubækur en á vefsíðu Menntamálastofnunar er að finna kennsluhugmyndir eftir Ragnheiði Gestsdóttur (sjá www.mms.is/ smabok/smabok.htm ). Þar eru sett fram dæmi um verkefni sem henta fyrir einstaklingsvinnu og hópvinnu, málfræði, ritun, myndvinnslu og munnlega tjáningu og hægt er að laga að öllum bókunum. Umræður heima og í skólanum Gæludýr: Hvaða gæludýr þekkið þið? Af hverju geta ekki allir fengið hvaða gæludýr sem þeim sýnist? Eru ormar heppileg gæludýr? Hvað finnst ykkur um að hafa pöddur fyrir gæludýr? Af hverju skyldu sum dýr vera vinsæl gæludýr en önnur ekki? Vinir: Geta gæludýr verið góðir vinir? Eru þau verri eða betri vinir en krakkar? Geta fullorðnir og krakkar verið vinir? Hvernig á að koma fram við vini? Er hægt að eiga ósýnilegan eða ímyndaðan vin? Stærðfræði Kennari og nemendur útbúa súlurit yfir gæludýraeign nemenda eða/og uppáhaldsdýr þeirra. Föndur – textílmennt Börnin læra að prjóna fingraprjón og prjóna hvert um sig svolítinn „orm“. Hægt er að sauma lengjurnar saman í einn risaorm eða koma litlu ormunum fyrir á ólíklegustu stöðum í skólastofunni, eins og ormunum hennar Kötu. Einnig má búa til orma úr hólkum, pappír, pípuhreinsurum o.fl. Að búa til bók – myndvinnsla Gæludýrabókin: Hvert barn býr til bók um gæludýr, raunverulegt eða ímyndað. Í bókinni geta verið úrklippur, ljósmyndir, teiknaðar myndir og frásagnir. Bekkurinn getur líka búið til bók í sameiningu. Ormabókin: Búin til bók með alls konar ormum, stórum, litlum, löngum, stuttum, brúnum, grænum o.s.frv. Gaman er að blanda saman mismunandi tækni, nota klessuliti, þekjuliti, garn, rífa pappír o.fl. Orð sem lýsa myndunum skrifuð við.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=