Kæra dagbók 3
6 Kæra dagbók 3 4. Tónleikar í Hörpu Kæra dagbók! Kórinn minn söng í Hörpu í gærkvöldi á tónlistarhátíð skólanna. Það var rosalega gaman. Nú skil ég að allar kóræfingarnar voru ekki til einskis því mamma og pabbi sögðu að við hefðum sungið eins og englar! Dagný kórstjóri hrósaði okkur líka og hljómsveitin stóð sig einnig frábærlega vel. Áheyrendur klöppuðu svo mikið að við þurftum að syngja aukalög. Mamma og pabbi sátu á öðrum bekk, Didda sat á þriðja bekk en Palli sat uppi á svölum. Það er ótrúlega gaman að syngja fyrir fullan sal af fólki. Það er líka skemmtilegt að hlusta á fallega tónlist í stórum sal. Ég vona að ég geti sungið og dansað allt mitt líf! Sonja (í skýjunum af ánægju!) að syngja saman í kór kórstjóri að spila á hljóðfæri hljóðfæraleikari að stjórna hljómsveitarstjóri að hlusta áheyrendur 1. salur 4. kór 2. svalir 13. áheyrendur 3. svið 10. stjórnandi 6. fiðla 5. bekkur 11. selló 12. bassi 9. hljómsveit 8. flauta Mundu að bursta tennurnar í Sollu. Hún er sofnuð tónlistarhátíð = tónlist + hátíð englar: engill hrósaði: hrósa stóð sig vel: standa sig vel Ég elska tónlist! 7. tromma
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=