Kæra dagbók 3

28 Kæra dagbók 3 15. Rauði krossinn losnaði: losna björgunarsveit roki: rok hjálparsamtök = hjálp+samtök sjálfboðaliði skyndihjálp björgunarsveit 2. sjálfboðaliði 5. sjúkrabíll 3. fatakassi 4. slá 6. fundur 7. minnismiði 1. sjúkrakassi [email protected] Viðtal Sæl Didda! Um daginn átti ég að taka viðtal fyrir skólablaðið. Ég valdi að heimsækja Rauða krossinn því mamma vinnur stundum þar. Pabbi er hins vegar í björgunarsveit. Um daginn losnaði þak af húsi í miklu roki. Þá fór sveitin hans að hjálpa til. Hér kemur viðtalið. Hvað er Rauði krossinn? Rauði krossinn er hjálparsamtök sem starfa á Íslandi og fleiri löndum. Hvað gerir þú hjá Rauða krossinum? Ég er sjálfboðaliði og vinn við að flokka notuð föt. Hvaðan koma fötin? Þetta eru föt sem fólk er hætt að nota og kemur með. Hvað er svo gert við fötin? Sum fara í verslanirnar okkar og svo sendum við mikið út í heim. Sum fara líka í endurvinnslu. Gerir Rauði krossinn eitthvað fleira? Já, það eru haldin námskeið í skyndihjálp og sumir sjálfboðaliðar heimsækja gamalt fólk og aðstoða það. XX Sonja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=