Kæra dagbók 3
26 Kæra dagbók 3 14. Stjörnuskoðun
[email protected] Stjörnur og tungl Hæ Daníel! Í gær fórum við að heimsækja vini mömmu og pabba sem eiga stjörnukíki. Þau sögðu okkur frá sólkerfinu og útskýrðu margt um sólina, tunglið og stjörnunar. Sólin er í miðju sólkerfinu og átta stórar reikistjörnur snúast í kringum hana. Mamma sagði okkur að landnámsmenn á Íslandi hafi notað sólina og stjörnurnar til að rata þegar þeir sigldu til landsins. Loksins fengum við svo að prófa kíkinn. Við sáum Júpíter sem er skærasta stjarnan. Við sáum líka Karlsvagninn og vinnukonurnar og fleiri stjörnur. Mér fannst svolítið erfitt að muna nöfnin á þeim en pabbi og mamma segja að æfingin skapi meistarann. Þetta var alveg himnesk upplifun! Ég gæti alveg hugsað mér að verða stjörnufræðingur. Bestu kveðjur, Símon sólkerfinu: sólkerfi útskýrðu: útskýra reikistjörnur: reikistjarna snúast landnámsmenn= landnám+maður stjörnukíkir jörðin tungl/máni stjörnur 2. krummi 7. handrið 6. svaladyr 3. þak 1. loftnet 5. gervihnattadiskur Afi, við erum að skoða stjörnurnar. Hvað ert þú að gera? Lesa XX 8. svalir 4. sólkerfi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=