Kæra dagbók 3
22 Kæra dagbók 3 skólablað viðtal þorp borg 5. landakort 4. land 3. haf 7. bréfakarfa Hæ Daníel! Mér datt í hug að senda þér viðtal við mig sem kom í skólablaðinu. Það var tekið í samfélagsfræði. Það var líka tekið viðtal við stelpu í bekknum og þess vegna erum við saman á myndinni. Hvað finnst þér skemmtilegast að læra í samfélagsfræði? Landafræði. Af hverju? Þá getur maður ferðast í huganum um allan heim, frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs. Hvert langar þig mest að ferðast? Mig langar að ferðast til allra heimsálfanna sjö, fara frá köldum stöðum til heitra, klífa fjallstinda, fara út í eyðimörkina, skoða þorp og borgir. Hvað ert þú að læra núna í landafræði? Ég er að læra um þjóðir, menningu og tungumál. Áðan las ég til dæmis að það væru til meira en sex þúsund tungumál í heiminum. Hvað langar þig að vinna við í framtíðinni? Mig langar til að fá vinnu við kortagerð. Bless, Símon samfélagsfræði ferðast huganum: hugur heimsálfanna: heimsálfa köldum: kaldur heitra: heitur
[email protected] Viðtal við mig 12. Lönd og álfur 1. fáni 8. hnöttur 6. stækkunargler 2. fjallstindur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=