Kæra dagbók 3

20 Kæra dagbók 3 Hvað fékkstu í jólagjöf? Fullt! Hringi bráðum. jólafrí = jól+frí hafa það gott = líða vel elliheimilum: elliheimili söng/sungum: syngja uppáhalds: uppáhald tókum upp = opnuðum Kæra dagbók! Nú er jólafríið bráðum búið. Við erum búin að hafa það mjög gott, borða góðan mat, lesa og spila. Jólatréð okkar var ofsalega fallegt. Við gerðum allt jólaskrautið sjálf. Kórinn minn söng jólalög á nokkrum elliheimilum og á Þorláksmessu sungum við niðri í bæ. Uppáhaldslagið mitt er Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Á aðfangadag tókum við upp allar gjafirnar. Didda bauð okkur í hangikjöt á jóladag. Hún bauð Palla líka. Ég held að þau verði hjón! Á gamlárskvöld komu þau til okkar og við fórum á brennu og sáum fullt af flottum flugeldum. Á nýársdag fórum við mamma á gönguskíði. Gleymdi að segja þér að á annan í jólum fórum við Símon í bíó. Ég hlakka til að byrja aftur í skólanum. Við eigum að læra um trúarbrögð heimsins eftir áramót. Á þrettándanum á að vera álfagleði. Komið nóg í bili! Þín Sonja jólakort jólagjöf gamlárskvöld – flugeldar – brenna norðurljós 1. hótel 6. Alþingishúsið 2. norðurljós 10. kerti 11. kór 8. jólasveinn 9. jólagjöf 7. sölubás 3. stytta 4. jólatré 11. Gleðilega hátíð 5. Dómkirkjan

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=