Kæra dagbók 3

16 Kæra dagbók 3 Kem ekki á kóræfingu. Er á ferða-lagi. 9. Hvar er myndavélin? bíltúr leggja af stað fundum: finna myndavélina: myndavél þræta leir Kæra dagbók! Í gær fórum við í bíltúr á Reykjanesskagann. Þegar við vorum að leggja af stað fundum við ekki myndavélina. Símon sagði að ég hefði verið með hana síðast og við byrjuðum að þræta. Mamma sagði okkur að hætta að rífast og hjálpast frekar að við að leita. Við fundum myndavélina að lokum undir dagblaði. Enginn mundi eftir að hafa sett dagblaðið ofan á hana. Við vorum öll ofsalega fegin þegar við fundum vélina og gátum loksins lagt af stað. Við keyrðum fyrst fram hjá Kleifarvatni til Krýsuvíkur af því foreldrar mínir hafa endalausan áhuga á jarðhita. Síðan enduðum við í Bláa lóninu og sáum fjallið Keili í fjarska. Margir halda að leirinn í lóninu hafi góð áhrif á húðina en aðrir fara þangað til þess að slaka á í heitu vatninu. Mér fannst rosalega gaman. Þín vinkona, Sonja. fyrir framan / fyrir aftan undir / ofan á inni í / ofan í við hliðina á / bak við 1. myndarammi 11. tímarit 12. spil 7. dótakassi 3. gardínur 4. hilla 6. kommóða 9. púði 8. teppi 5. box 2. borðdúkur 10. dagblað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=