Kæra dagbók 3
14 Kæra dagbók 3 8. Afmæli afa Kemst ekki í fótbolta. Afi á afmæli. Kæra Didda! Afi varð sjötugur í gær. Við gáfum honum íslenska orðabók. Hann vildi ekki halda veislu en amma bauð okkur út að borða í tilefni dagsins. Við fórum á hlaðborð í hádeginu. Ég borðaði mest af pylsum og eggjahræru en Sonja var hrifnust af forréttunum. Pabbi var yfir sig ánægður með nautasteikina en mömmu fannst fiskurinn bestur. Sólveig vildi bara harðfisk með smjöri. Afi fékk sér bæði svínasteik og steiktan þorsk. Ég man ekki hvað amma fékk sér. Öllum leist vel á eftirréttina en við gátum valið um súkkulaðiköku, kleinur, pönnukökur, ís, ávexti o.fl . Við vorum alveg að springa þegar við fórum heim og afi var himinlifandi með daginn. Við biðjum að heilsa Palla ef þú sérð hann. Símon Afmæli afa
[email protected] matseðill forréttir aðalréttir eftirréttir 4. þjónn 6. barnastóll 8. kokkur 2. afmælisgjöf 1. afmælisveisla 3. salerni (WC) sjötugur veislu: veisla bauð: bjóða tilefni dagsins hlaðborð í hádeginu: hádegi hrifnust: hrifinn 5. kleinur 7. súkkulaðikaka 9. svínasteik 10. sósa 11. kalkúnn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=