Kæra dagbók 3
10 Kæra dagbók 3 6. Amma og afi Okkur langar í ís. Kaupi á heim-leiðinni. Hæ Rósa! Nú eru afi og amma í heimsókn hjá okkur. Þau eru komin á eftirlaun og geta verið lengur en í fyrra. Þeim finnst Solla vera alveg eins og mamma en ekkert lík mér. Amma fer oft út að ganga með hana. Hún situr líka stundum úti og málar. Henni finnst birtan svo sérstök – aldrei myrkur. Afi fer oft í Þjóðarbókhlöðuna. Símon og hann eru búnir að búa til málfræðispil sem þeir geta endalaust verið í. Afi ætlar ekki að leggja árar í bát þótt íslenska sé ekki auðvelt tungumál. Æfingin skapar meistarann, segi ég eins og Dagný kórstjóri. Ég er hundþreytt því við Símon erum búin að hjálpa mömmu í allan dag. Við hengdum upp þvott, tókum til í garðinum og gróðursettum stjúpur og morgunfrúr. Þín vinkona, Sonja eftirlaun í fyrra = árið á undan lík: líkur sérstök: sérstakur leggja árar í bát = hætta við
[email protected] Afi og amma marglit stjúpa einlit morgunfrú runni / tré birta / myrkur hreinn þvottur óhreinn þvottur 6. hjól 5. grill 10. málfræðibók 9. blómabeð 8. gras 12. kerra 2. lak 4. sængurver 3. koddaver 11. runni 13. stétt 12. blómapottur 7. málfræðispil 1. snúrur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=