Kæra dagbók 2
40270 Námsefnið Kæra dagbók 2 er samið fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Einkum er miðað við nemendur á aldrinum 8–12 ára sem eru læsir á sínu móðurmáli og hafa áður farið í gegnum námsefnið Kæra dagbók eða hliðstætt efni. Námsefninu er ætlað að uppfylla m.a. þau markmið aðalnámskrár grunnskóla, fyrir íslensku sem annað tungumál, að nemandi geti • notað íslensku til að tjá hug sinn og þarfir í töluðu máli og skilja aðra • notað íslensku til að taka þátt í samræðum og leikjum og í daglegum samskiptum við börn og fullorðna • náð athygli viðmælanda og byrjað og lokið samtölum • heilsað og kvatt og látið í ljós þakklæti á viðeigandi hátt eftir aðstæðum • áttað sig á íslenskum kurteisisvenjum og fengið og gefið samþykki og leyfi • gefið upplýsingar um sjálfan sig og fjölskyldu • spurt og beðið um útskýringu á orðum og orðatiltækjum Höfundur er Jóhanna Kristjánsdóttir. Teikningar eru eftir Írisi Auði Jónsdóttur. Efnið er fáanlegt á hljóðbók á www.mms.is KÆRA D AGBÓ K
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=