Kæra dagbók 2

Þetta námsefni er framhald af bókinni Kæra dagbók sem út kom haustið 2007. Eins og í fyrra heftinu er námsefnið ætlað nemendum sem eru að byrja að læra íslensku. Einkum er miðað við nemendur á aldrinum 8–12 ára sem eru læsir á sínu móður- máli og hafa áður farið í gegnum námsefnið Kæra dagbók eða hliðstætt efni. Reynsla kennara af fyrri bókinni hefur þó sýnt að efnið getur nýst bæði yngri og eldri nemendum. Í námsefninu er sem fyrr gert ráð fyrir að skilningur á mæltu og rituðu máli sem og tjáning þjálfist með skipulegum endurtekningum, meðal annars • með tengingu orðs við mynd • í tengslum við samhengi í texta og mæltu máli • með þátttöku í leikrænni tjáningu, í leik eða spili með sýnikennslu þar sem raunverulegir hlutir eru notaðir til þess að byggja upp orða- forða • með glósum þar sem leitað hefur verið orða- skýringa í orðabók á móðurmáli nemandans ef þær eru fyrir hendi. Efni og uppbygging Námsefnið skiptist í • nemendabókina Kæra dagbók 2 • hljóðbók á vef Menntam ála stofnunar, www.mms.is • ábendingar til kennara á vefsíðunni, mms.is • fljölbreytt verkefni í pdf-formi sem unnt er að sækja og prenta út af áðurnefndri vefsíðu (5–8 bls. með hverjum kafla). Nemendabókin skiptist í 16 kafla og er hver kafli ein opna að undanskildum fyrsta og síðasta kaflanum. Uppbygging og skipulag er hið sama og í fyrri bók- inni og sögupersónurnar þær sömu. Systkinin Sonja og Símon flytja til höfuðborgarinnar þar sem þau ganga í nýjan og stærri skóla. Næsta sumar ferðast þau um Ísland með foreldrum sínum og tveimur ís- lenskum jarðfræðingum. Þau halda áfram að skrifa dagbók en skrifa jafnframt tölvubréf og póstkort til vina og kunningja um það sem er að gerast í ferð- inni. Hafa skal í huga að texti á vinstri blaðsíðu er lesinn, svo og texti á hægri blaðsíðu merktur með Vinstri blaðsíða í opnu • Eins og í fyrri bókinni er efst á blaðsíðunni stór mynd sem er lýsandi fyrir efni kaflans. Við nokkra hluti á myndinni, athafnir og aðstæður eru rituð orð. Út frá þessari mynd mætti fjalla nánar um efnið í samtali og ef til vill kenna fleiri orð og hugtök. • Í fjögurra mynda röð vinstra megin á opnu- síðunni eru orð og hugtök úr textanum út- skýrð. Þessi orð, ásamt orðum á stóru mynd- inni, eru rifjuð upp á verkefnum á vefsíðu. • Texti sem er ýmist með dagbókarskrifum, tölvubréfum og póstkortum er á síðunni og einnig lítið glósublað sem nemandinn getur t.d. fært yfir á stærra blað sem er á vefsíðu. Hægri blaðsíða í opnu • Hér er að finna verkefni og æfingar sem nem- andi getur unnið beint í heftið. Fleiri svipuð verkefni er að finna á vefsíðu sem miðað er við að kennarar sæki, prenti út og noti samhliða kennslu bókarinnar til að auðvelda endur- tekningu og þjálfun. • Á vefsíðu eru einnig áherslur og markmið hvers kafla skilgreind og bent á annað efni og aðferðir sem kennarar gætu nýtt sér, s.s. bækur, vefefni o.fl . • Í horninu neðst til hægri er örstutt umfjöllun ætluð til að vekja athygli nemenda á nokkrum þekktum stöðum eða sögupersónum. Þessa umfjöllun má dýpka, bæta við fleiri stöðum og persónum, eða sleppa henni. Um námsefnið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=