Kæra dagbók 2
32 Kæra dagbók 2 17. Þetta kann ég núna! Nú erum við búin að læra enn þá meira í íslensku. Það er stundum erfitt að skilja og muna orðin en við reynum eins og við getum. Og núna vitum við miklu meira um Ísland en áður! Við vonum að þú hafir gaman af að ferðast með okkur um landið og læra öll nýju orðin. Bless! Sonja og Símon Hvað kannt þú núna? Krossaðu í réttan reit. Ég kann mjög vel! Ég kann vel! Ég þarf að læra betur! Ég kann nöfn á 10 tækjum og búsáhöldum. Ég kann að tala um hvernig það er að flytja og ferðast. Ég kann 10 orð sem eru notuð í skóla og námi. Ég kann 10 orð um umhverfi í stórum bæ eða borg. Ég kann að tala um mat, matargerð og heimilisstörf. Ég kann 10 íslensk orð yfir dýr á landi, sjó og í lofti. Ég kann að lýsa veðrinu. Ég kann nöfn á fötum og orð til að lýsa fötum. Ég kann að stigbreyta nokkur lýsingarorð. Ég kann 10 orð um náttúru, útivist, land og sögu. Ég þekki nöfn á fuglum og blómum. Ég kann að nota 5 sagnorð bæði í nútíð og þátíð. Ég þekki heiti á 5 stöðum í Reykjavík. Ég þekki heiti á 5 merkum stöðum á Íslandi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=