Kæra dagbók 1
Námsefnið er ætlað nemendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslenskunámi en eru læsir á sínu móðurmáli. Miðað er við aldursbilið 8–11 ára en efnið ætti að nýtast bæði yngri og eldri nemendum. Meginmarkmiðið er að byggja upp grunnorðaforða í íslensku. Til þess að ná því er gert ráð fyrir að skilningur og tjáning í tali náist og eflist • með tengingu myndar og orðs • af samhengi í mæltu og rituðu máli • með leikrænni tjáningu • með þátttöku í leik eða spili • með sýnikennslu (raunverulegir hlutir notaðir) • með glósum (íslenska og móðurmál nemandans) Orðaforði og fjöldi orðmynda (beygingarmynda) er afmarkaður og miðast við byrjendur í íslenskunámi. Reynt er að hafa sagnorð í nútíð eða nafnhætti þótt á stöku stað sé óhjákvæmilegt að nota þátíðarmynd. Ekki er um eiginlega málfræðikennslu að ræða. Brýnt er að vekja athygli nemandans á að í íslensku getur sama orðið haft margar og stundum gjörólíkar myndir. Gert er ráð fyrir að unnið verði með hvern kafla (opnu) í nokkra daga og fjölbreyttum aðferðum beitt. Uppbygging Efnið skiptist í • nemendabókina Kæra dagbók 1 • hljóðbók á vef Menntamálastofnunar, www.mms.is • ábendingar til kennara á vef Menntamálastofnunar, www.mms.is • bókarlaus verkefni (leikir, spil o.fl .) til útprentunar á vefsíðu Kæra dagbók 1 er byggð í kringum dagbókarskrif systkinanna Sonju og Símonar. Í hverjum kafla (opnu) eru nokkrir fastir liðir á dagskrá. Hafa skal í huga að texti á vinstri blaðsíðu er lesinn, svo og texti á hægri blaðsíðu merktur með Vinstri blaðsíða í opnu • Efst á blaðsíðunni er mynd sem er lýsandi fyrir efni kaflans. Á henni eru nokkrar orðmyndir og er því um eins konar myndaorðabók að ræða. Myndina má nota með ýmsum hætti, t.d. til stuðnings í samtali um það sem myndin sýnir og til að kenna fleiri hugtök. • Fjögurra mynda röð þar sem leitast er við að skýra myndrænt orð og hugtök sem koma fyrir í textanum fyrir neðan. Æskilegt er að vinna kerfisbundið með þessa myndaröð og beita t.d. þrískiptu aðferðinni sem kennd hefur verið við ítalska kennslufrömuðinn Maríu Montessori: 1. Nefna hlutinn – sýna orðmyndina, t.d. „Þetta er stóll.“ o.s.frv. 2. Renningur lagður yfir textann þar sem það er hægt og nemandi beðinn að benda á einn tiltekinn hlut/athöfn eða annað sem nefnt er, t.d. „Bentu á stólinn!“ 3. Bent á einhverja hinna fjögurra mynda (renningur yfir texta) og nemandi beðinn að segja hvað þetta sé. Kennari bendir á stólinn og spyr: „Hvað er þetta?“ • Texti úr dagbókum systkinanna Sonju og Símonar. Kynna þarf heiti daganna fyrir nemendum í upphafi þar eð ætlast er til að nemendur skrifi viðkomandi dag efst í dagbókina. • Glósublað með nokkrum orðum sem ekki eru túlkuð með myndefninu. Ítarlegra glósubókarblað er að finna í ítarefninu. Hægri blaðsíða í opnu • Æfingar og verkefni sem nemandinn getur unnið beint í heftið, fleiri æfingaverkefni eru í ítarefninu á vef. • Vísanir eru í ítarefni á vef Menntamálastofnunar sem eiga við hverja opnu og tengt námsefni annars vegar og hins vegar í sjálfstæðu verkefnin (spil, leikir o.fl. ) sem einnig er að finna á vef Menntamálastofnunar og geta bæði nýst samhliða námsefninu og áður en kennsla þess hefst. Um námsefnið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=