Íslendingaþættir

97 Upprifjun: 1. Halldór og Haraldur konungur deildu um stjórn skipsins sem þeir voru á. Hvernig lauk því? 2. Halldór ákvað enn og aftur að yfirgefa Harald konung. Hver var ástæðan? 3. Hvaða skilyrði setti Halldór fyrir því að hann yrði áfram með konungi? 4. Hvernig leysti konungur það mál? Til umræðu: • Hvað veldur, að ykkar mati, stöðugum árekstrum milli Halldórs Snorrasonar og Haralds konungs? Hvað er að gerast? • Haraldur konungur segir: „Hans ætt er ekki verri á Íslandi en þín hér í Noregi og ekki er langt um liðið síðan þeir voru norrænir er nú byggja Ísland.“ Hvað þýðir það sem hann er að segja? Hvað hefur ætterni manna með þetta að gera? Hvaða afstaða til Íslands og Íslendinga kemur fram í samtalinu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=