Íslendingaþættir
95 Og er Bárður hitti konung mælti hann: „Fáðu Halldóri mála sinn ósvikinn, því að hann hefur unnið til þess.“ Konungur svarar: „Finnst þér ekki nokkuð djarft að krefjast handa Halldóri annars mála en lendra manna synir taka þegar haft er í huga hvernig hann fór með málann síðast?“ Bárður svarar: „Á hitt er að líta, herra, sem er miklu meira vert, drengskap hans og vináttu ykkar sem lengi hefur verið góð og þar með stórmennsku þína. Og þú þekkir skaplyndi Halldórs og þú ættir að gera honum sóma.“ Konungur mælti: „Fáið honum silfrið.“ Var nú svo gert. Kemur Bárður til Halldórs og færir honum tólf aura brennda og mælti: „Sérð þú ekki að þú getur fengið það sem þú biður um af konungi og hann vill að þú hafir það sem þú þykist þurfa?“ tólf aurar brenndir voru tólf aurar silfurs (eyrir silfurs var 26-27 grömm af silfri, brennt silfur var verðmætara en óbrennt)
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=