Íslendingaþættir

94 Bárður vaknar við það að Halldór er að ferðbúast. Bárður spyr hvað hann ætlist fyrir. En Halldór kvaðst ætla á flutningaskip er lá skammt frá þeim, „og getur verið að nú liggi leiðir okkar í sundur og er þetta full- reynt. Og ekki vil ég að konungur spilli oftar skipum sínum eða öðrum gersemum mér til svívirðingar eða til að niðurlægja mig.“ „Bíddu enn,“ segir Bárður, „ég vil enn hitta konung.“ Og er hann kemur mælti konungur: „Snemma ertu á fótum, Bárður.“ „Nú er þörf á því, herra. Halldór er á förum og þykir þú hafa komið óvingjarnlega fram við sig og er ekki auðvelt að halda ykkur sáttum. Ætlar hann nú í burtu og ráðast til skips og fara út til Íslands í reiði og væri ómaklegt að skilnaður ykkar yrði þannig. Og það hygg ég að varla fáir þú þér annan mann jafn- traustan honum.“ Konungur sagði að þeir mundu enn sættast og sagði að sér mundi ekki mislíka þetta. Bárður hittir Halldór og segir honum vingjarnleg orð konungs. Halldór svarar: „Til hvers á ég að þjóna honum lengur? Það verður því aðeins að ég fái mála minn ósvikinn.“ Bárður mælti: „Ekki tala um það. Þú getur vel sætt þig við það sem lendra manna synir fá og ekki fórstu kurteislega að þegar þú slóst silfrinu niður í hálm og ónýttir það. Og þú getur verið viss um að konungi þótti það svívirðileg framkoma við sig.“ Halldór svarar: „Ekki finnst mér að þjónusta mín við konung hafi verið í samræmi við þennan mála sem ég fékk.“ „Satt mun það vera,“ segir Bárður. „Bíddu, enn vil ég hitta konung.“ Og svo gerði hann. lendra manna synir eru synir manna sem höfðu fengið land að léni hjá konungi, þ.e. voru eins konar héraðshöfðingjar í umboði konungs

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=