Íslendingaþættir

93 Halldór fékk skip til umráða N ú er frá því sagt að þeir búa skip sín eftir jólin. Ætlar konungur suður fyrir land. Og er konungur var tilbúinn þá bjó Halldór sig ekki til ferðar og mælti Bárður: „Hvers vegna ert þú ekki búinn til ferðar, Halldór?“ „Ég vil það ekki,“ segir hann, „og ætla ekki að fara. Sé ég nú að konungi líkar ekki við mig.“ Bárður segir: „Hann mun þó áreiðanlega vilja að þú farir.“ Fer Bárður síðan og hittir konung, segir honum að Halldór er ekki ferðbúinn: „Þú mátt gera ráð fyrir að erfitt verði að skipa stafninn í hans stað.“ Konungur mælti: „Segðu honum að ég vilji að hann fylgi mér. Óvinátta sú sem verið hefur með okkur undanfarið er ekki alvarleg.“ Bárður hittir Halldór og segir að konungur vilji alls ekki vera án hans, og það ræðst úr að Halldór fer og halda þeir konungur suður með landi. Og einhverja nótt er þeir sigldu þá mælti Halldór til þess er stýrði: „Beygðu,“ segir hann. Konungur mælti til stýrimanns: „Haltu þínu striki,“ segir hann. Halldór mælti öðru sinni: „Beygðu.“ Konungur segir enn á sömu leið. Halldór mælti: „Beint stefnir þú á skerið.“ Og það varð. Því næst brotnaði botninn undan skipinu og varð að flytja þá til lands með öðrum skipum, og síðan var sett upp landtjald og gert við skipið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=