Íslendingaþættir
92 skírt málasilfrið, slær annarri hendi neðan undir og fer það allt niður í hálminn . Bárður mælti, sagði hann fara illa með málann: „Mun konungi þykja þetta móðgun við sig og telja að þér hafi fundist málinn lélegur.“ „Ekki þarf að hugsa um það,“ segir Halldór, „það skiptir litlu úr því sem komið er.“ Upprifjun: 1. Hvers vegna vildi Þórir Englandsfari fara á brott frá hirðinni? 2. Hvernig tók konungur á því máli? 3. Upp kom deila vegna drykkjusiða sem konungi fannst Halldór ekki fylgja rétt og sanngjarnlega. Um hvað ásakaði hann Halldór? 4. Bárður vinur Halldórs benti konungi svo á staðreyndir málsins. Hverjar voru þær? 5. Halldór var víttur fyrir brot á hirðsiðum. Hvernig stóð á því? 6. Hermönnum var greiddur máli á áttunda degi jóla. Hvað gerði Halldór við málann? Til umræðu: • Hvað finnst ykkur um drykkjusiði þá sem tíðkuðust við hirð Haralds konungs? • Hvað segir kaflinn okkur um skaplyndi Halldórs Snorrasonar? • Snorri goði var faðir Halldórs. Hvaða maður var þetta? Leitið upplýsinga. hálmur var breiddur á gólf húsa. Þeir sem lægst voru settir fengu ekki sæti á bekkjum og urðu því að sitja í hálmi á gólfinu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=