Íslendingaþættir
91 konungs heldur stirt. Og er að jólum kemur þá eru víti upp sögð , sem þar er tíska til. Og einn morgun jólanna er breytt hringingum. Gáfu þjónustusveinar konungs hringjurum fé til að hringja miklu fyrr en vant var og varð Halldór víttur og fjöldi annarra manna og urðu þeir að sitja á hallargólfinu um daginn og skyldu drekka vítin. Halldór situr í rúmi sínu og færa þeir honum samt vítið en hann sagðist ekki mundu drekka það. Þeir segja þá konungi. „Það mun ekki satt,“ segir konungur, „og mun hann taka við vítinu ef ég færi honum það,“ tekur síðan vítishornið og gengur að Halldóri. Hann stendur upp í móti honum. Konungur biður hann að drekka vítið. Halldór svarar: „Mér þykir það marklaust víti þó að þú beitir brögðum við hringingarnar til þess eins að gera mönnum víti.“ Konungur svarar: „Þú verður að drekka vítið eins og aðrir menn.“ „Vera má það, konungur,“ segir Halldór, „að þú komir því til leiðar að ég drekki vítið. En það get ég þó sagt þér að ekki mundi Sigurður sýr hafa neytt Snorra goða til að drekka víti,“ og vill seilast til hornsins, sem hann gerir og drekkur af en konungur reiðist mjög og gengur til sætis síns. Og er kemur hinn áttundi dagur jóla var mönnum gefinn máli . Það var kallað Haraldsslátta. Var meiri hlutur kopars, í besta falli var helmingur silfur. Og er Halldór tók málann hefur hann silfrið í skikkjulafi sínu og lítur á það og sýnist ekki víttur merkir að hann fékk sekt og var refsað Sigurður sýr var faðir Haralds konungs. Hann var konungur í Upplöndum í Noregi. Snorri goði var faðir Halldórs. Orðið sýr merkir gylta áttundi dagur jóla var nýársdagur máli var kaup hermanna
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=