Íslendingaþættir

90 Og eitt kvöld þegar konungur gekk þar fram hjá er þeir sátu og drukku, þá lagði Halldór hornið frá sér. Það var dýrshorn mikið og gegnsætt. Sást greinilega að hann hafði drukkið vel til hálfs við Þóri en honum gekk seint að drekka. Þá mælti konungur: „Ekki átti ég von á þessu frá þér, Hall- dór,“ segir hann. „Þú níðist á gamalmenninu við drykkju og hleypur á eftir gleðikonum á síðkvöldum en fylgir ekki konungi þínum.“ Halldór svarar engu en Bárður fann að honum mislíkaði umræða konungs. Fór Bárður þegar um morguninn snemma á fund konungs. „Þú ert nú snemma á fótum, Bárður,“ segir konungur. „Ég er nú kominn,“ segir Bárður, „að ávíta þig, herra. Þú sýndir Halldóri vini þínum mikla ósanngirni í gærkvöld þegar þú ásakaðir hann um að hann svikist um að drekka sinn hlut, því að það var horn Þóris og hafði hann drukkið úr því fyrir hann, en Þórir hefði skilað því ef Halldór hefði ekki drukkið fyrir hann. Það er einnig hin mesta lygi sem þú sagðir að hann væri að hitta gleðikonur, en kjósa mundu menn að hann fylgdi þér betur.“ Konungur svarar og sagði að þeir Halldór mundu semja þetta mál með sér þegar þeir fyndust. Hittir Bárður Halldór og segir honum góð orð konungs til hans og bað hann að taka ekki nærri sér þessi orð sem kon- ungur hafði kastað fram og talar Bárður á milli þeirra sem best hann getur. Líður fram að jólum og er samkomulag þeirra Halldórs og víti sögð upp merkir að tilkynnt var um þá sem höfðu komið of seint til borðs. Refsing fyrir slíkt brot fólst gjarnan í því að menn áttu þá að drekka meira en aðrir, þ.e. drekka af vítishorni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=