Íslendingaþættir

89 Ósætti milli Haralds konungs og Halldórs M aður hét Þórir Englandsfari og hafði verið hinn mesti kaupmaður og lengi í siglingum til ýmissa landa og fært konungi gersemar. Þórir var hirðmaður Haralds konungs og þá mjög gamall. Þórir kom að máli við konung og mælti: „Ég er gamall maður eins og þú veist og þreytist ég mjög. Þykist ég nú ekki til fær um að fylgja hirðsiðum, að drekka minni eða um aðra hluti þá sem til heyra. Mun ég nú verða að fara annað þótt þetta sé best og blíðast að vera með þér.“ Konungur svarar: „Auðvelt er að leysa þetta, vinur. Vertu með hirðinni og hafðu mitt leyfi til að drekka ekki meira en þú vilt.“ Bárður hét maður frá Upplöndum, góður drengur og ekki gamall. Hann var með Haraldi konungi í miklum kærleikum. Voru þeir sessunautar, Bárður, Þórir og Halldór. drekka minni merkir svipað og það sem í dag er kallað að skála fyrir einhverju – hver og einn varð að drekka sinn skammt sem gat verið nokkuð stór. Það þótti ókurteisi og brot á hirðsiðum að svíkjast um að drekka þegar mælt var fyrir minni einhvers

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=