Íslendingaþættir

88 Hann stóð upp og mælti: „Nú eru góð tíðindi að segja. Það er ekki nema uppspuni og lygi sem þið heyrðuð sagt um ófriðinn í gær. Vil ég nú leyfa hverju skipi að fara úr landi þangað sem hver vill sigla sínu skipi. Komið aftur að hausti og færið mér gersemar. En þið skuluð í staðinn njóta vináttu minnar.“ Allir kaupmenn sem þar voru urðu þessu fegnir og báðu hann tala konunga heilastan. Fór Halldór til Íslands um sumarið og var þann vetur með föður sínum. Hann fór utan sumarið eftir og þá enn til hirðar Haralds konungs og er svo sagt að Halldór var þá ekki eins tryggur konungi og áður og sat hann eftir á kvöldin þegar konungur fór að sofa. Upprifjun: 1. Hvers vegna gekk Halldóri Snorrasyni svo illa að fá menn til fylgdar þegar hann hugðist sigla til Íslands? 2. Hvað gerði Haraldur konungur til að hjálpa honum? Til umræðu: • Norrænir menn sem voru málaliðar, þ.e. atvinnuhermenn, austur í Garðaríki voru kallaðir Væringjar. Finnið á neti upplýsingar um Væringja og ræðið. Reynið að finna sögur um fleiri Íslendinga sem fóru í hernað til Garðaríkis. • Haraldur konungur grípur til nokkuð óvenjulegs ráðs til að hjálpa Halldóri vini sínum. Finnst ykkur þetta heiðarlega gert af þjóðhöfðingjanum? • Konungurinn sem nefndur er í kaflanum hét Haraldur Sigurðarson og var kallaður hinn harðráði. Leitið upplýsinga um hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=