Íslendingaþættir

87 Konungur mælti: „Ekki er þá góð gjöfin og skulum við enn bíða og sjá hvað úr rætist um háseta.“ Annan dag eftir var blásið til móts í bænum og sagt að kon- ungur vildi tala við bæjarmenn og kaupmenn. Konungur kom seint til mótsins og sýndist með áhyggjusvip þegar hann kom. Hann mælti: „Það heyrum við sagt að ófriður muni kominn í ríki okkar austur í Vík . Ræður Sveinn Danakonungur fyrir Danaher og vill vinna okkur skaða, en við viljum með engu móti láta af hendi lönd okkar. Þess vegna legg ég bann á öll skip að þau fari úr landi fyrr en ég hef tekið það sem ég vil af hverju skipi, bæði af mönnum og vistum, nema einn knörr ekki stór sem Halldór Snorrason á, hann skal fara til Íslands. En þótt ykkur, sem áður hafið búið ferðir ykkar, þyki þetta nokkuð strangt þá ber nauðsyn til að setja þessar reglur, en betra þætti mér að sitja um kyrrt og að hver gæti farið hvert sem hann vildi.“ Eftir það sleit konungur mótinu. Litlu síðar kom Halldór á konungs fund. Konungur spurði hvað þá liði um búnaðinn, hvort hann fengi nokkra háseta. Halldór svarar: „Helst til marga hef ég nú ráðið, því að miklu fleiri koma nú til mín og biðja um skiprúm en ég get tekið við, og slíkur er ákafinn að menn brjótast jafnvel inn til mín og hvorki nótt né dag hef ég frið fyrir ágangi manna út af þessu.“ Konungur mælti: „Haltu nú þessum hásetum sem þú hefur tekið og sjáum hvað gerist.“ Næsta dag var blásið og sagt að konungur vildi enn tala við kaupmenn. Nú var ekki sein aðkoma konungs til mótsins því að hann kom snemma. Var hann þá blíðlegur í yfirbragði. Vík er Oslóarfjörðurinn í Noregi knörr er skip, ætlað til úthafssiglinga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=