Íslendingaþættir

86 8. Halldórs þáttur Snorrasonar Halldór í sveit Haralds konungs H alldór Snorrason var úti í Miklagarði með Haraldi konungi Sigurðarsyni og kom í Noreg með honum austan úr Garða- ríki . Hafði hann þá mikla sæmd og virðing af Haraldi konungi. Var hann með konungi þennan vetur er hann sat í Kaupangi . En er leið á veturinn og vora tók bjuggu menn verslunarferðir sínar snemma, því að nálega hafði enginn eða lítill skipagangur verið af Noregi vegna ófriðar þess sem verið hafði milli Noregs og Danmerkur. En er leið á vorið fann Haraldur konungur að Halldór Snorrason ógladdist mjög. Konungur spurði dag einn hvað honum bjó í skapi. Halldór svarar: „Mig langar út til Íslands, herra.“ Konungur mælti: „Hefur þú fé og búnað til fararinnar?“ Hann svarar: „Fljótsagt er það, því að ég á ekkert nema fötin sem ég stend í.“ „Lítið er þá launuð löng þjónusta og margur háski og skal ég fá þér skip og áhöfnina. Skal faðir þinn fá að sjá að þú hefur ekki þjónað til einskis.“ Halldór þakkaði konungi gjöfina. Fáum dögum síðar fann Halldór konung og spurði konungur hvort hann hefði ráðið sér skipverja. Hann svarar: „Allir eru nú búnir að fá skiprúm og ég fæ enga menn og þess vegna sýnist mér að skipið sem þú gafst mér verði hér eftir.“ Mikligarður var þar sem nú heitir Istanbúl (hefur líka heitið Konstantínópel) Garðaríki var hluti af því sem nú heitir Rússland Kaupangur var bærinn í Niðarósi í Noregi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=