Íslendingaþættir

85 það var eini reyniviðurinn sem óx í landareign hans. Það er á þeim sama stað sem nú stendur kirkja að Skarði, að því er við höfum heyrt sannfróða menn segja frá. Geirmundur lét taka vöndinn og brenna í eldi, en búfé sitt lét hann reka í haga og eyðileggja nyt undan því á þeim degi. Upprifjun: 1. Hvaða blettur var það í landareign Geirmundar sem hann vildi helst losna við? 2. Hvaða hús átti eftir að rísa á þeim stað? 3. Geirmundur reiddist mjög við þræl sinn, þann sem gætti fjárins. Hvað var það einkum sem fór í skapið á Geirmundi? Til umræðu: • Geirmundur lét eyðileggja nytina úr fé (hér er átt við bæði kindur, geitur og kýr) ef það gekk á ákveðnum stað í landareigninni. Hvað liggur hér að baki? Hvers vegna tekur hann þessa ákvörðun? • Hverrar trúar var Geirmundur? Ræðið um heiðna trú. Hvað vitið þið um þau trúarbrögð? Hvenær var sú trú lögð af og hvað kom í staðinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=