Íslendingaþættir

84 Frá ljósinu í hvamminum G eirmundur bjó á Geirmundarstöðum til æviloka. Í landi Geirmundar var einn hvammur sem hann sagðist vilja losna við úr landinu, ef hann mætti ráða, og mest fyrir það „að það er einn staður í hvamminum að ævinlega þegar ég lít þangað þá skín þaðan ljós svo sterkt í augu mér að mér líkar það ekki. Og það ljós er ávallt yfir reynilundi þeim er þar vex einn undir brekkunni.“ Og það fylgdi að ef búfé hans var nokkru sinni statt í hvamminum þá lét hann eyðileggja nyt undan því á þeim degi. Og eitt sinn er frá því sagt að búsmali hans hafði þar komið niður um nótt. Og þegar smalamaður reis upp og sá féð í hvamminum þá varð hann ákaflega hræddur og hleypur eins og hann getur og eltir féð úr hvamminum og rífur úr reyni- runninum vönd einn og keyrir féð með og rekur það heim til Geirmundarstaða. En Geirmundur var kominn á fætur um morguninn og sér hvar smalamaðurinn eltir féð ofan úr hvamminum. Og líkar honum þetta ekki, þegar hann sér að féð hefur verið þar, og fer á móti smalamanninum. Sér hann þá að hann hefur reynivöndinn í hendi og rekur féð með honum. Og hér verður hann svo illur út af þessu hvoru tveggja að hann hleypur að smalamanninum og hýðir hann ákaflega og biður hann aldrei gera það oftar að berja fé hans með þeim viði sem vex þar í hvamminum, en þó einna síst úr reynirunn- inum. En Geirmundur gat auðveldlega þekkt viðinn á því að hvammur er laut eða hvilft inn í brekku eða hlíð, venjulega vaxin grasi nyt er það sem fékkst úr ánum (og kúm og geitum); hér mun einkum átt við sauðamjólk og það sem var unnið úr henni búsmali merkir kvikfé, kindur, kýr, geitur og fleiri dýr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=