Íslendingaþættir

83 að Ballará. Hann var vinur Geirmundar og var mikil ætt komin frá honum. Hans sonur var Illugi hinn rauði og Sölvi, faðir Þórðar, föður Magnúss, föður Sölva, föður Páls prests. Upprifjun: 1. Geir, síðar Végeir, var frá Sogni í Noregi. Hvar er það? Leitið á korti. 2. Sagan gefur til kynna að Vébirni og bræðrum hans hafi orðið á mistök. Hver voru þau? 3. Hvaða skýringu gaf Atli, þræll Geirmundar, á því að hann tók við fjölda manns í fæði og húsnæði heilan vetur án þess að spyrja húsbóndann leyfis? Til umræðu: • Hvers vegna skyldi Geirmundi hafa líkað svona vel við svar þrælsins og skýringu hans á því að hann tók við öllu fólkinu í leyfisleysi? • Hvaða tilgangi þjónar síðasta efnisgreinin í kaflanum þar sem raktar eru ættir frá Hrólfi Kjallakssyni? Ræðið það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=