Íslendingaþættir
80 Landnám Geirmundar og búrausn E n Geirmundur fór þá þegar út og kom í Breiðafjörð og var í Búðardal hinn fyrsta vetur er hann var á Íslandi. En um vorið nam hann land frá Búðardalsá og til Fábeinsár og setti þar bústað sinn, sem nú heitir á Geirmundarstöðum. Geirmundur bóndi var stórmenni mikið og hélt aldrei færri menn en áttatíu vopnaða karlmenn með sér á Geirmundarstöðum. Hann átti fjögur bú önnur. Var eitt bú hans í Aðalvík í Ísafirði, annað í Kjaransvík. Þar var fyrir Kjaran, þræll Geirmundar, og hafði Kjaran tólf þræla undir sér. Hið þriðja bú átti Geirmundur í Almenningum hinum vestari. Það varðveitti Björn, þræll hans. Björn varð síðan sekur um sauðaþjófnað og urðu Almenningar sektarfé hans. Hið fjórða bú Geirmundar varðveitti Atli, þræll hans, og hafði hann einnig tólf þræla undir sér eins og Kjaran. Og þjónuðu öll þessi bú þeim tilgangi að halda uppi þeim kostnaði sem hann sjálfur hafði á Geirmundarstöðum. út merkir til Íslands sektarfé merkir skaðabætur, hann lét landið af hendi til að greiða sektina
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=