Íslendingaþættir
79 sitt og félag. Og þegar konungur frétti það þá líkar honum ekki þarvist þeirra og grunar að þeir muni ætla að rísa gegn sér. Og það vilja sumir menn segja að Geirmundur færi út af yfirgangi Haralds konungs til Íslands. En ég hef það heyrt að í þann tíma er þeir bræður komu úr vesturvíking væri mikið um það talað að engin frægðarför þætti meiri en að fara til Íslands. Og þess vegna vildi Geirmundur sigla burt þegar um sumarið er þeir komu til Noregs, því að þá var liðið á sumar. En Hámundur vildi það ekki og fer til móts við Helga hinn magra og fóru þeir saman út til Íslands. Upprifjun: 1. Hvað varð til þess að Geirmundur og Hámundur fengu viður- nefnið heljarskinn? Hvað þýðir þetta orð? 2. Hver var Haraldur hárfagri? Leitið upplýsinga um hann. 3. Hvað segir kaflinn okkur um það hvenær þessi saga gerist? Til umræðu: • Geirmundur og Hámundur héldu í vesturvíking, segir í kaflanum, og efnuðust mjög vel. Hvernig öfluðu þeir þessara tekna? • Ræðið um víkingatímann. Hvað er víkingur (hvaðan er nafnið komið), hvaða tímabil er kallað víkingaöldin og hvað ein- kenndi þennan tíma og þá menn sem nefndir voru víkingar?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=