Íslendingaþættir
78 Af hernaði þeirra bræðra D rottning stendur nú upp og gengur á brott með sveinana og skiptir nú við ambáttina í annað sinn. Sýnist drottningu nú sem er að þeir voru efnilegir, sem líkindi eru á og þeir áttu kyn til. Og um kvöldið þegar konungur kom heim og hafði sest í hásæti sitt þá gengur drottning fyrir konunginn og leiðir sveinana með sér og segir konungi allt eins og var og að hún hafi skipt við ambáttina og biður konung að reiðast ekki. Konungur leit á sveinana og mælti síðan; „Vissulega sé ég að þessir sveinar eru minnar ættar, en þó hef ég ekki séð slík heljarskinn fyrr sem sveinar þessir eru.“ Og af því voru þeir báðir kallaðir heljarskinn upp frá því. Og þegar þeir voru fullorðnir fóru þeir úr landi að herja og öfluðu brátt bæði fjár og frægðar og stýrðu lengi miklum skipa- stóli, að því er segir í sumum frásögum. Það kemur einnig fram í seinni hluta af sögu Hróks hins svarta, því að þeir bræður voru þar kallaðir mestir hermenn af sækonungum í þann tíma. Og það var eitt sumar er þeir héldu í vesturvíking að þeir fengu miklu meira herfang en önnur sumur. En áður en þeir komu heim skiptu þeir herfangi sínu um sumarið. Þá hlaut annar þeirra tuttugu pund silfurs en hinn tvö pund gulls. Og á þessu sama sumri rufu þeir hernaðinn og leystu hvern sinna manna út með miklu fé. Þeir bræður urðu samferða á tveimur skipum til Noregs. Þá réð fyrir Noregi Haraldur konungur hinn hárfagri og ætluðu þeir bræður að hafa þar friðland og skildu þar samflot í vesturvíking merkir að herja í vestur frá Noregi, til Englands og Írlands og þar um slóðir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=